Ferill 224. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 224 . mál.


Nd.

1071. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 86/1988, með síðari breytingum.

Frá félagsmálaráðherra.



    Við 1. gr. Greinin orðist svo:
    Við 1. mgr. 68. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er húsnæðismálastjórn að veita sérstök lán til allt að þriggja ára til þeirra sem eiga í verulegum erfiðleikum með útborgun við kaup á íbúð ef um er að ræða sérstaklega erfiðar fjölskyldu - eða fjárhagsaðstæður, enda sýni umsækjandi fram á greiðslugetu skv. c - lið 1. mgr. 80. gr.